Hjólabretta-námskeið hefst 8. október
kr.11.900
Spennandi hjólabrettanámskeið fyrir börn og ungmenni á vegum Hjólabrettafélags Reykjavíkur.
Steinar Fjeldsted annast kennsluna en hann hefur mikla reynslu af hjólabrettum og hjólabrettakennslu. Námskeiðið hentar bæði byrjendum sem lengra komnum og skipt verður í hópa eftir getu. Farið verður yfir öll helstu grunnatriði hjólabretta íþróttarinnar eins og t.d. ýta sér, hvernig á að standa, snúa við, líkamsstaða og Ollie (hoppa). En fyrir þá sem eru lengra komnir verður farið í ögn flóknari hluti eins og t.d. Kickflip, Shuvit og jafn vel 360 flip svo fátt sé nefnt. Einnig eru nokkrir færir hjólabrettakappar sem sjá um kennsluna.
Helstu upplýsingar:
Dagsetning: 8. – 29. Október. Tímasetning: Kl. 10.30 – 12.00. Staðsetning: Dugguvogur 8. Reykjavík. Gengið er inn á vinstri hlið hússins. Aldur: 6 ára til 12 ára (ekki fastmótað)
Þátttökugjald: 11.900 kr og greiða þarf við skráningu.
Lagt er inn á reikning:
133 – 26 – 004013
Kt: 480921-1350
Gott er að hafa nafn barns í skýringu.