Fullorðinsnámskeið

Hjólabrettafélag Reykjavíkur blæs nú í námskeið fyrir fullorðna en fyrri námskeið hafa svo sannarlega slegið í gegn!

Námskeiðin eru fyrir algjöra byrjendur og lengra komna en skipt verður í hópa eftir getu. Næsta Námskeið hefst miðvikudaginn 20. október og er einu sinnum í viku, í 4 vikur kl 19:30 – 21:00. Farið verður yfir undirstöðu hjólabrettisins t.d. hvernig á að standa, ná jafnvægi, ýta sér og ollie (stökkva á brettinu), snúa sér og margt margt fleira!

Hjólabretti er virkilega skemmtileg og góð hreyfing sem reynir á alla vöðva líkamans. Einnig ýtir hjólabretti undir skapandi hugsun og fær viðkomandi til að vera meira vakandi fyrir umhverfi sínu. Steinar Fjeldsted einn af eigendum félagsins mun sjá um kennsluna en hann hefur um 30 ára reynslu af hjólabrettum og hefur kennt á fjöl mörgum námskeiðum með virkilega góðum árangri. Einnig kennir Dagur Örn á námskeiðinu en hann hefur starfað og kennt hjá félaginu í um 5 ár.

Þetta námskeið er fyrir 18 ára og eldri og hefst það miðvikudaginn 20. Október næstkomandi og fer það fram í innanhússaðstöðunni í Dugguvogi 8 í Reykjavík.  Námskeiðið kostar 13.900 fyrir öll 4 skiptin og fer skráning fram á hjolabrettaskoli@gmail.com og í síma: 768-8606. Nafn, símanúmer og kennitala þarf að fylgja skráningu.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll to Top
Scroll to Top